Sykurskipið

Sykurskipið

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 15
Hvernig á að komast þangað:

Skyggni 
Skyggnið er yfirleitt nokkuð gott. 

Gæði kafanna
Það getur verið nokkuð skemmtilegt að kafa í sykurskipið. Það tekur smástund að sigla á staðinn og yfirleitt verður ferðin hin besta skemmtun.Töluvert er um dýralíf á staðnum en flakið sjálft er í þúsund pörtum og dreifður.

Kunnátta
Open Water – réttindi. En líkt og með flesta aðra köfunarstaði er nauðsynlegt að fara með kunnugum. 

Annað
Skipið sökk 24. janúar 1941 kl 11.00 Stærð þess er 7200 tonn og er staðsett við Leiruboða. Þetta er þekktasta skipsflak á Íslandi og vart til sá íslenskur sportkafari sem ekki hefur kafað í það. Lítið er eftir af sjálfu skipinu annað en skrúfan og gufuketillinn og brak sem ekki er hægt að staðsetja hvar hafi verið á skipinu. Skipið var að koma frá Baltimore í Bandaríkjunum á leið til Finnlands. Það var á leið til farmskoðunar ásamt breskum herskipum sem fylgdu því þegar það strandaði mjög líklega vegna kolareyks frá Reykjavík og vegna þess að ljós við innsiglingarleiðina voru slökkt. Það var eins og nafnið gefur til kynna fullt af sykri. Það var gott veður þennan dag en þoka. Allir björguðust sem á skipinu voru og flúðu land strax og því var við komið og skildu skipið og sykurinn eftir. Sykrinum var bjargað af íslenskum skipum og bændum í kring alls 1200-1300 tonn. Til gamans má geta að akkeri sem var á skipinu stendur nú sem minnisvarði fyrir utan hús Sportkafarafélags Íslands í Nauthólsvík.