Skútan

Standard er flak af skútu sem sökk í pollinum á Akureyri árið 1917. Flakið er úr tré og er það um ca 60 metrar að lengd. Skútan liggur á leirbotni á skjólgóðum stað og hefur það vafalaust átt þátt í varðaveita flakið. Enn er skrokkmynd á flakinu en viðurinn í skrokk skipsins er orðinn nokkuð gisinn. Skrokkur skipsins er þakinn sæfíflum. 

Erfiðleikastig köfunar: aow
Dýpi: 16
Hvernig á að komast þangað:

Standard er nafn á flaki skútu, sem Jörundur Torfason fann upphaflega en kafararnir Erlendur Bogason og Öivind Kaasa enduruppgötvuðu á botni Pollsins á Akureyri í byrjundesember árið 1996. Erlendur telur sig hafa upplýsingar um að þetta sé skútan Standard.
Hann hefur gert ýmsar mælingar á flakinu og mældist kjölurinn 55 metra langur en heildarlengd flaksins er yfir 60 metrar. Ástand flaksins er nokkuð gott miðað við þann tíma sem það hefur verið neðansjávar enda er mikið ferskvatn í pollinum og skjólgott á þessum stað. 

Skyggni 
Skyggni getur verið ágætt eftir að verður hefur verið gott í einhverjadaga. Skyggnið getur hinsvegar orðið lítið sem ekkert ef vindur eykstog öldurót en einnig vegna leysinga og sanddæluskipa.

Gæði kafanna 
Óvenju mikið er af sæfíflum á skrokki skútunnar,flakið er bókstaflega þakið þeim. Þar er líka mikið af þorsk, ýsu ogöðrum fisktegundum eins og jafnan í skipsflökum hér við land. Skútan erein af skemmtilegri köfunarstöðum við landið og vel þess virði aðheimsækja ef reynsla og réttindi eru í samræmi við kröfur staðarins.

Dýpt kafanna 
Áðurnenfdur spotti endar við miðja skútuna á umþað bil 16 metra dýpi. Hins vegar eru 27 metrar niður á botninn semskútan liggur á.

Kunnátta 
Í raun Advanced Open Water – réttindi þar sem mestadýpi er 27 metrar. Auðvelt er fyrir vana kafara að fara inn í flakið en mikilvægt er að fara varlega eins og ávallt þegar ekki er möguleiki á beinni ferð upp. Innviði skútunnar eru engin enda var hún bara notuðtil flutninga og því engar vistaverur um borð.

Samkvæmt þýskum gögnum, sem til eru á skrifstofu Samherja á Akureyri,hóf þýska fyrirtækið NORDSEE síldveiðar í hringnót við Ísland sumarið1905. Móðurskip fyrir þessar veiðar var seglskipið Standard, sem smíðaðvar í Bandaríkjunum árið 1876. Skipið var gert klárt í Norderham og fórásamt fimm gufuskipum til Íslands. Gufuskipin drógu móðurskipið tilÍslands og til baka aftur að lokinni sumarvertíð hér við land, sem stóðfrá 15. júlí til 15. september. Móðurskipið Standard lá á Pollinum enveiðiskipin fóru á miðin og lönduðu afla sínum um borð í móðurskipið. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á árið 1914 var síldveiðum meðhringnót hætt. Í byrjun stríðsins, í ágúst árið 1914, var Standardkyrrsett á Akureyri en í óveðri árið 1917 losnaði skútan frá, rak áland, skemmdist og sökk.