Silfra
Einn fallegasti og vinsælasti köfunarstaður á Íslandi
Besti tíminn
Enginn tími er betri en annar. Hægt er að kafa í Silfru allt árið í kring óháð veðri.
Vatnshiti
Vatnshitinn í Silfru er nokkuð jafn 2-4°C allt árið um kring.
Skyggni
Varla er hægt að finna þann stað sem býður betra skyggni en Silfra. Útsýnið er nánast óendanlegt 150m+.
Gæði kafanna
Tvímælalaust einn af flottustu köfunarstöðum í heimi. Staðurinn býðurupp á góðar aðstæður fyrir kafanir af öllum toga. Þessi kristaltæra gjáer heillandi og hefur mikið aðdráttarafl fyrir erlenda kafara. Þarna ereinnig hægt að kafa í gegnum og inn í hella. Sjón er sögu ríkari! Ekki sleppa þessum stað!
Dýpt kafanna
Dýpt Silfru er frá 4m niður á 20m. Óleyfilegt er að fara niður í hellana sem geta teigt sig niður á 59m.
Kunnátta
Ráðlagt er að kafa með aðila vönum Silfru í fyrsta skiptið. Rétt er aðbenda á að í tæru vatni líkt og Silfru er auðvelt að finna til lofthræðslu þar sem skyggnið er gott. Gott er að vera vel á varðbergi á hvaða dýpi kafað er. Ekki má gleyma því að vatnið er frekar kalt allt árið. Köfun í þjóðgörðum lúta ákveðnum reglum og ber að ganga vel um náttúruna og umhverfið!