Sigurjón

Flak af fiskiskipi sem sökkt var til æfinga fyrir kafara SVFÍ og LHG.

Erfiðleikastig köfunar: aow
Dýpi: 22
Hvernig á að komast þangað:

Sigurjón Arnlaugsson var fiskiskip sem var síðast gert út frá Hafnarfirði. Því var lagt upp úr 1990 og gaf eigandinn Slysavarnafélagi Íslands og Landhelgisgæslunni skipið til að sökkva því til æfinga fyrir kafara SVFÍ og LHG.

Flakið liggur nú á milli Lundeyjar og Þerneyjar á Kollafirði.Alllangur tími fór í að fá leyfi fyrir því að sökkva skipinu en þegar það var komið í gegn var hafist handa við að hreinsa olíu og ýmislegt annað úr skipinu. Því var sökkt 1994, með því að sprengja stykki úr bakborðssíðunni. Gatið er um 2 metrar á hæð og um 3 metrar á breidd. 

Síðan skipinu var sökkt hefur mikið af lífi safnast á og í skipið, annars var þetta malarbotn þar sem ekkert þreifst.Hafið í huga að skyggni getur verið slæmt þarna, bæði vegna sanddæluskipa og leysinga. Varhugavert er að fara inn í skipið vegna þess hve gangar og hurðar eru þröngar. Einnig geta verið línur og girni utan á skipinu, því þarna eru oft trillur að veiðum.