Porqui Pas

þriggja mastra seglskip með gufuvél alls um 400 rúmlestir að stærð.

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 12
Hvernig á að komast þangað:

Pourqoui Pas? var þriggja mastra seglskip með gufuvél alls um 400 rúmlestir að stærð. Skipið var eign hins heimsfræga vísindamanns dr. Jean Charcot og smíðað árið 1908 að mestu eftir hans fyrirsögn. Skipið hafði verið annað heimili Dr. Charcots um 30 ára skeið en hann var 69 ára er skipið fórst. Hann hafði hlotið margvíslegan heiður fyrir rannsóknarstörf og vísindaafrek um borð í þessu skipi. Af 42 manna áhöfn, komst aðeins einn maður lífs af.

Flakið liggur á um 12 metra dýpi í skerjagerðinum, á grýttum botni.Nokkuð er um þaraskóga sem vaxa á hörðum botninum.Fljótlega eftir að skipið fórst var kafað niður að því og ýmsum munum bjargað. Þá rak töluvert brak og muni úr skipinu á fjörur. Miklu, af þvi sem fannst, var komið til franskra yfirvalda. Töluvert mun þó vera til af munum á söfnum hérlendis og all nokkrir munir eru hjá einstaklingum.Um tíma var ekkert hugað að flakinu. En seinna fór kafarinn Andri heitinn Heiðberg að leita að því og kafaði töluvert niður að því um tíma og fann meðal annars tvö af þremur brotum úr skipsklukkunni.