Lati-Brúnn

Flak hákarlaskipsins Lata-Brúns, sem sökk 1928 þar sem hann lá bundinn við Svíastaurana svokölluðu syðst á Pollinum á Siglufirði.

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 0
Hvernig á að komast þangað:

Lati-Brúnn var eitt af fyrstu þilskipum Siglfirðinga og byggður á Eyrinni 1857 af Jóhanni Kröyer í Höfn. Hann gekk til hákarlaveiða til 1910 en eftir það notaður til síldveiða í allmörg ár og síðast var hann notaður sem slógprammi í höfninni.

Hann sökk 1928 þar sem hann lá bundinn við Svíastaurana svokölluðu syðst á Pollinum.Flakið fann Erlendur Guðmundsson þann 1. júlí 2011.