Jamestown

Flak af heljarstóru seglskipi, 100 m á lengd og um 20 m á breidd. Nú er eftir smáræðis brak og akkeri.

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: -6
Hvernig á að komast þangað:

Skipið strandaði við Hvalsnes á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 á milli Hestakletts og Þórshafnar við Hafnir á suðurnesjum

Skipið var engin smásmíði, líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Jamestown var smíðað í Richmond og hleypt af stokkunum í nóvember 1879. Farmur skipsins var timbur og tókst bændum að bjarga mestu af því áður en skipið brotnaði við Hestaklett þar sem leyfar þess liggja enn.

Hestaklettur liggur fyrir opnu hafi og þarf því að kafa Þarna í góðu sjólagi.Botninn er grýttur, klettar og möl með þaraskógi. Dýpið er aðeins um 7 metrar við klettinn og aðstæður til köfunar eru því góðar.þarna er eftir eitt akkeri og smábrak úr skipinu. Samskonar akkeri úr skipinu stendur nú við byggðasafnið á Höfnum.

Upplýsingar og frásögn um skipið er að finna í grein á http://www.leoemm.com/jamestown.htm