Inger Benedikte

Prammi sem sökk í siglingaleið á ytrihöfn Reykjavíkurhafnar. Lítið eftir af honum, en hægt að sjá stálplötur og bita á botninum.

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 15
Hvernig á að komast þangað:

Hann sökk í siglingaleið á ytrihöfn Reykjavíkurhafnar. Þann 10. júlí árið 1927 var brugðið á það ráð að fá Þórð Stefánsson kafara til þess að sprengja flakið til að skipaumferð stafaði ekki hætta af því.Allmargir menn voru að vinna við að sprengja flakið. Þórður kom sprengiefninu fyrir í hvert sinn, en fór upp að því loknu upp á kafarabátinn. Vír lá frá sprengiefninu í bátinn, og þegar hann var kominn hæfilega langt í burtu var sprengt með rafstraum. Í þetta sinn hafði sprengingin mistekist. Var þá sótt lítið eitt af dýnamiti og ætlaði Þórður niður með það. En rétt í því að hann var að ljúka við að búa sig, sprungu dýnamítspatrónurnar sem í bátnum voru án nokkurrrar sjáanlegrar ástæðu. Þrír menn fórust við sprenginguna en Þórður slapp ómeiddur. Inger Benedicte liggur á um 15 metra dýpi á leirbotni rétt undan Örfirisey í Reykjavík. Prammin er úr stáli. Ekki mikið eftir af prammanum en þó má sjá stálplötur og bita sem liggja á botninum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig pramminn hefur litið út í upphafi en hann virðist vera uþb. 40 m. langu og 6-7 m breiður.