Hvítanes

Hvítanes í Hvalfirði er herstöð frá styrjaldarárunum. Á botninum við bryggjuna liggur landgönguprammi úr stáli. Hann er að miklu leiti sokkin í leir að aftan en framhlutinn skagar upp og liggurhlemmurinn að framan opinn. 

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 15
Hvernig á að komast þangað:

Besti tíminn
Besti tíminn er líklega í frosti. Þá er veður stillt og engar leysingar í lækjum og ám sem renna þarna út í sjó.

Skyggni
Leirbotn er í Hvítanesi og botninn frekar viðkvæmur. Ef ekki er gætt að þyrlast mikill leir upp og skyggni getur orðið lítið

Gæði kafanna
Skemmtilegur staður stutt frá Reykjavík. Ekki er mikið dýralíf á þessumslóðum utan krossfiska. Í köfunum fá oft finna ýmsar leyfar frá síðariheimstyrjöldinni en þarna var herstöð breska hernámsliðsin á Íslandi.

Aðrar upplýsingar
Hvítanes í Hvalfirði er herstöð frá styrjaldarárunum. 
Á botninum við bryggjuna liggur landgönguprammi úr stáli. Hann er aðmiklu leiti sokkin í leir að aftan en framhlutinn skagar upp og liggur hlemmurinn að framan opinn. 

Botninn er að mestu leiti leir þannig að smáhlutir og minjar úrstríðinu leynast oft djúpt í honum. Þarna má þó sjá leifar af kafbátagirðingunni. Skyggni er oft slæmt þarna inni í firðinum en ár og lækir renna fram í sjó á þessu svæði. 

Það er oft gott að kafa þarna á þeim tímum sem ekki eru leysingar eða miklir vatnavextir t.d. Í froststillum á veturna. 

Þetta er staður sem hentar öllum köfurum.