El Grillo

El Grillo heitir flakið af olíubirgðaskipi sem liggur rétt utan við byggðina á Seyðisfirði. Flakið er afskaplega vinsæll köfunarstaður, en liggur á miklu dýpi og krefst þess vegna meiri reynslu en margar kafanir við Ísland.

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 30
Hvernig á að komast þangað:
Besti tíminn
Logn er að sjálfsögðu eða í besta veðrinu.

Skyggni
Skyggnið getur verið mjög gott þarna.

Dýpt kafanna
Grillo liggur á 45 metra dýpi á sandbotni, dekkið er á 30 metrum og þakið á brúnni er á 26 metrum.

Kunnátta
Advanced Open Water Diver - réttindi. 

Best er að fara með kunnugum á þennan stað í fyrsta skipti.

El Grillo heitir flakið af olíubirgðaskipi sem liggur rétt utan við byggðina á Seyðisfirði. Skipinu var sökkt 16. febrúar árið 1944 af þýskum flugvélum. Skipið er um 9000 tonn af stærð. Skipið var vel vopnum búið, prýtt tveimur fallbyssum og fjórum loftvarnarbyssum auk fjögurra rakettubyssa sem sérstaklega voru ætlaðar til varnar gegn árásum steypiflugvéla. Einnig voru djúpsprengjur og um borð en bandaríski herinn aðstoðaði lanhelgisgæsluna við að fjarlægja þær úr flakinu. Búið er að fjarlægja mikið af skotfærum um borð í flakinu en enn á búast við því að töluvert getir verið eftir af þeim víða um flakið. Byggingarlag skipsins er líkt hefðbundnum Libertyskipum frá þessum árum. Á framenda skipsins er bakkinn en stýrishúsið er miðskips. Á aftari hluta skipsin er lágreist yfirbygging. þar má finna vélarrúm skipsins og vistarverur áhafnarinnar. <br>Ofan á brú skipsins eru um 27 metrar, en niður á vélarþilfar þar fyrir aftan eru um 30 metrar. Það má víða sjá línur og drauganet víða á skipinu þannig að ráðlegt er að horfa vel í kring um sig og fara varlega og hafa góða hnífa með í för. Það er gjarnan dimmt yfir á köfunarstaðnum og skyggni getur verið slæmt þannig að ráðlegt er að vera með góð ljós.