Bjarnargjá

Frábær staður bæði fyrir fríkafara og scuba.

Erfiðleikastig köfunar: ow
Dýpi: 15
Hvernig á að komast þangað:

Bjarnargjá sem er rétt vestan við Grindavík er staður með gamla og mikla sögu og er hún vinsæl meðal kafara. Við gjánna má sjá leifar af dælustöð fyrir fiskeldisstöð sem var í rekstri fyrir um þrjátíu árum síðan og einnig hefur verið sleppt fiski í gjánna fyrir mörgum árum síðan. Bæði villtum fiski en einnig eldisþorski.