Óttarstaðir
Köfunarstaðurinn við Óttarstaði er fallegur jafnt á yfirborði sem neðansjávar. Stunduð var útgerð þarna fram á síðari hluta tuttugustu aldar og rennan þar sem bátarnir voru sjósettir er góð leið niður í fjöruna fyrir kafara.
Besti tíminn
Logn er að sjálfsögðu ákjósanlegast þar sem að í miklum vindi verður mikið brim.
Gæði kafanna
Óttastaðir eru mjög fallegur köfunarstaður og á yfirborðinu stendurgamall rauður beitningarskúr og leifar af gömlu skipi sem eru rústireinar í dag. Þarna var útgerð í gamladaga og rennan sem notuð var tilað draga upp bátana skapar kjörinn göngustíg fyrir kafara.
Undir yfirborðinu allt niður á 2ja-3ja metra dýpi er mistur sem myndast þegar ferskt grunnvatn sem rennur úr hrauninu blandast sjónum. Þarna erfallegur skeljasandsbotn sem lýsir upp staðinn og skapar góð birtuskilyrði. Ekki er óalgengt að lenda í góðu skyggni á þessum stað og þegar komið er 50 metra út frá ströndinni tekur við steinbotn meðstórum þarastönglum sem minna á tré í skógi.
Milli þessara þarastönglaer svo að finna ógrynni dýralífs, marhnúta, kola, krabba og flestar af þeim lífverum sem kafarar þekkja svo vel.
Besta dæmið um hversu góður köfunarstaður þetta er var þegar nokkrir kafarar mættu háhyrningskálf á þessu svæði. Kálfurinn var hinn forvitnasti en lét þó kafarana alveg óáreitta og var þessi lífsreynsla með þeim magnaðri sem um hefur heyrst frá köfurum á Íslandi.
Þetta er án efa einhver sá alskemmtilegasti köfunarstaður í nágrenni Reykjavíkur hvort sem menn eru vanir eða eru að stíga sín fyrstu skrefí sportinu.
Dýpt kafanna
Steinbotn heldur stöðugu dýpi svona 100-120metra út frá ströndinni en svo tekur við brekka sem liggur niður á 20metra dýpi. Út frá henni tekur svo við sandauðn sem er lítið spennandi.Ekki er sniðugt að halda langt út á hana þar sem sundið til baka geturverið langt og leiðigjarnt ef kafarinn neyðist til að þreyja það áyfirborðinu sökum loftleysis.
Kunnátta
Open Water Diver - réttindi. Góður staður fyrir byrjendur og lengra komna. Best er að fara með kunnugum á þennan stað í fyrsta skipti.